onsdag 30 november 2016

Gamla Laugin

Gamla laugin er staðsett í Hverahólmanum við Flúðir. Margir fallegir hverir eru við laugina, meðal annars lítill goshver, litli Geysir sem gýs á nokkurra mínútna fresti. Laugin hefur nú verið endurbyggð í upprunalegri mynd og leitast við að halda sérstöðunni. Að baða sig í Gömlu lauginni er einstök upplifun allt árið um kring, hverasvæðið og gufan gefa svæðinu dulúðugan blæ. Hægt er horfa á hverinn gjósa og á veturna dansa norðurljósin gjarnan yfir Gömlu lauginni. Vatnið er 38-40 °C heitt allt árið. Flúðir tengjast hinum svokallaða Gullna hring með nýrri brú yfir Hvítá








Inga kommentarer:

Skicka en kommentar